Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Einstaklingur lagði yfir 10 milljónir á Tiger Woods
Tiger Woods.
Þriðjudagur 14. maí 2019 kl. 19:00

Einstaklingur lagði yfir 10 milljónir á Tiger Woods

Eftir að Tiger Woods fagnaði sigri á Masters mótinu í síðasta mánuði tilkynnti veðmálasíðan William Hill að stærsta útborgun í sögu síðunnar myndi eiga sér stað þar sem einn bjartsýnn notandi hefði lagt 85.000 dollara undir það að Woods ynni mótið. Fyrir þetta hlaut maðurinn, sem heitir James Adducci, 1,275 milljón dollara.

Nú hefur sá Adducci komist aftur í fréttirnir fyrir að leggja enn hærri upphæð undir og vinni hann þetta veðmál verður útborgunin heilar 100 milljónir dollara.

Adducci lagði 100.000 dollara undir að Woods tækist að sigra á öllum risamótum ársins og er stuðullinn á því 100-1. Sem þýðir að vinni Woods öll risamót ársins munu þessir 100.000 dollara hundraðfaldast.

Þessi skemmtilega saga hefur þó fengið svartan blett á sig þar sem Adducci hefur komist í kast við lögin fyrir heimilisofbeldi.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)