Fréttir

Einungis fjórir af 15 áhugakylfingum komust áfram á Opna bandaríska
Viktor Hovland.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 15. júní 2019 kl. 11:13

Einungis fjórir af 15 áhugakylfingum komust áfram á Opna bandaríska

Eftir tvo hringi á Opna bandaríska mótinu er Brandon Wu efstur allra áhugakylfinga í mótinu. 

Wu er á 2 höggum undir pari eftir tvo hringi og er jafn kylfingum á borð við Francesco Molinari, Dustin Johnson og Matt Fitzpatrick í 19. sæti.

Wu var einn fjögurra áhugakylfinga sem komust áfram í gegnum niðurskurðinn í mótinu af þeim 15 kylfingum sem hófu leik á fimmtudaginn.

Auk Wu komust þeir Viktor Hovland, Chandler Eaton og Michael Thorbjornsen áfram en Hovland var á besta skori allra áhugakylfinga á Masters mótinu í apríl.

Skor allra áhugakylfinganna eftir tvo hringi:

19. Brandon Wu, -2
32. Viktor Hovland, 0
32. Chandler Eaton, 0
56. Michael Thorbjornsen, +2
Spencer Tibbits, +3, úr leik
Jovan Rebula, +4, úr leik
Austin Eckroat, +5, úr leik
Chun-an Yu, +5, úr leik
Stewart Hagestad, +7, úr leik
Daniel Hiller, +7, úr leik
Kevin O'Connell, +8, úr leik
Cameron Young, +9, úr leik
Matt Parziale, +9, úr leik
Noah Norton, +13, úr leik
Devon Bling, +20, úr leik

Eftir tvo keppnisdaga er Gary Woodland í forystu á Opna bandaríska mótinu. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.