Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ekki allir á eitt sáttir við Matt Kuchar
Paul McGinley.
Þriðjudagur 2. apríl 2019 kl. 10:00

Ekki allir á eitt sáttir við Matt Kuchar

Það má með sanni segja að það hafi gengið á ýmsu hjá Matt Kuchar þetta tímabilið, jafnt jákvætt sem og neikvætt.

Í byrjun tímabilsins fagnaði hann sigri á sínu fyrsta móti í rúmlega fjögur ár og rétt um tveimur mánuðum síðar vann hann annað mót. Eftir sigrana fóru aftur á móti að heyrast af því sögur að hann hefði ekki borgað kylfubera sínum nema 5.000 dollara fyrir mótið í Nóvember. Þar var Kuchar með staðgengil fyrir sinn venjulega kylfubera og fannst Kuchar alveg sanngjarnt að borga þessa upphæð en vanalega fá kylfuberar um 10% af verðlaunaféi, sigri kylfingar mótið.

Kuchar endaði þó á að borga manninum, sem heitir David Otriz, 50.000 dollara líkt og Ortiz hafði beðið um fyrir mótið.

Nú um helgina kom svo upp annað atvik í leik Kuchar og Sergio Garcia. Atvikið má sjá hér að neðan.

Eins og sést missti Garcia fyrra púttið og eins og gengur og gerist í holukeppni má gefa pútt. Þar sem Kuchar var ekki búinn að gefa púttið fór hann með það til dómara sem sagði þá að Kuchar ynni holuna, þrátt fyrir að hann sagði dómaranum að hann ætlaði að gefa honum púttið.

Það eru ekki allir á eitt sáttir við framferði Kuchar og var fyrrum Ryderfyrirliði Evrópu, Paul McGinley, ansi harðorður í garð Kuchar.

„Þetta sýnir hverslags persóna Matt Kuchar er. Fólk sér brosandi og viðkunnuglegan kylfing. Hann er miskunnarlaus. Ekki láta hann villa fyrir þér. Ég held að við höfum séð annað dæmi um það nú um helgina.“

James Hahn sem leikur á PGA mótaröðinni trúði ekki sínum eigin augum og deildi þessari færslu á Twitter síðu sinni.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640