Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Eldingu laust niður á US Open
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. júní 2019 kl. 10:46

Eldingu laust niður á US Open

Veðurguðirnir létu vita af sér á öðrum keppnisdegi Opna bandaríska meistaratmótsins þegar þeir sendu eldingu niður á völlinn. Hún endaði í stóru tré rétt hjá 18. flötinni og ekki langt frá klúbbhúsinu á Charleston vellinum í S-Karólínu.

Veður hefur verið mjög og hitinn farið yfir 30 stig. eða rétt tæplega 100 á Fahrenheit. Í gær, föstudag voru keppendur kallaðir af vellinum seinni partinn vegna óláta í loftinu. Rétt eftir að lúðurinn hafði blásið, byrjaði að rigna lítillega og í framhaldinu komu þrumur og síðan þessi myndarlega elding sem Fox sjónvarpsstöðin náði mynd af.

Vondu fréttirnar fyrir okkur Íslendinga voru hins vegar þær að okkar kona, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir góðan fyrsta hring.

Eins og sjá má er tréð klofið í tvennt eftir eldinguna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)