Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Els 300 sinnum meðal 10 efstu
Ernie Els.
Sunnudagur 24. mars 2019 kl. 12:00

Els 300 sinnum meðal 10 efstu

Ernie Els skráði nafn sitt í sögubækurnar í dag þegar hann endaði jafn í 7. sæti á Maybank Championship mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla.

Með árangrinum er Els fyrsti kylfingurinn frá stofnun heimslistans árið 1986 sem endar í einu af 10 efstu sætunum á 300 atvinnumótum.

Hinn 49 ára gamli Els lék lokahringinn á Maybank Championship á höggi undir pari og endaði að lokum fimm höggum á eftir Scott Hend og Nacho Elvira.

Ferill Els hefur verið ótrúlegur en alls hefur hann sigrað á 57 atvinnumótum um allan heim. Stærstu sigrarnir komu árin 1994 og 1997 á Opna bandaríska og árin 2002 og 2012 á Opna mótinu.

Ferill Els í tölum:

792 mót
57 sigrar
54. sinnum í 2. sæti
40. sinnum í 3. sæti
149. sinnum í 4.-10. sæti

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)