Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Els meiddur og ekki með á Opna skoska
Ernie Els.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 13:25

Els meiddur og ekki með á Opna skoska

Fjórfaldi risameistarinn, Ernie Els, hefur dregið sig úr keppni á Opna skoska mótinu sem hófst í dag á Evrópumótaröð karla.

Ástæða þess eru meiðsli sem hann varð fyrir í baki á dögunum. Els var að vonum vonsvikinn en nú eru einungis sjö dagar í að síðasta risamót ársins, Opna mótið, hefjist og því vildi Els ekki taka óþarfa áhættu.

Samkvæmt tilkynningu á Twitter býst Els við því að vera með á Opna mótinu sem fer fram dagana 18.-21. júlí á Royal Portrush. Els hefur tvisvar fagnað sigri á því sögufræga móti, fyrst árið 2002 og síðast árið 2012.