Fréttir

Els valdi tvo nýliða
Ernie Els og Tiger Woods eru fyrirliðar í Forsetabikarnum árið 2019.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 08:00

Els valdi tvo nýliða

Fyrirliðinn Ernie Els er búinn að gefa út hvaða fjóra kylfinga hann tekur með í Alþjóðaliðið sem mætir því bandaríska í desember í Forsetabikarnum. Áður höfðu 8 kylfingar tryggt sig inn í liðið í gegnum stigalista.

Els ákvað að velja reynsluboltann Jason Day sem mun leika í sinni fimmtu keppni en hinir þrír kylfingarnir, Adam Hadwin, Sungjae Im og Joaquin Niemann, hafa ekki jafn mikla reynslu af Forsetabikarnum. Hadwin leikur í annað skiptið í desember en Im og Niemann eru báðir að leika í fyrsta skiptið.

Á föstudaginn kemur svo í ljós hvaða kylfinga Tiger Woods bætir við bandaríska liðið. Ein helsta spurningin er hvort fyrirliðinn velji sig sjálfan eða hvort hann gefi yngri og reynsluminni kylfingi sénsinn.

Alþjóðaliðið 2019:

Hideki Matsuyama
Adam Scott
Louis Oosthuizen
Marc Leishman
Abraham Ancer
Haotong Li
Cameron Smith
C.T. Pan
Adam Hadwin (val Els)
Jason Day (val Els)
Sungjae Im (val Els)
Joaquin Niemann (val Els)