Fréttir

Elsta mót Evrópumótaraðarinnar á meginlandi Evrópu á dagskrá að nýju
Le Golf National.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 22:43

Elsta mót Evrópumótaraðarinnar á meginlandi Evrópu á dagskrá að nýju

Evrópumótaröðin tilkynnti í dag að Opna franska mótið (Open de France) snéri til baka á Le Golf National völlinn dagana 6.-9. maí næstkomandi og verður Grégory Havret fyrsti einstaklingurinn til að verða gestgjafi þessa sögufræga móts.

Mótið á sér langa sögu eða allt til ársins 1906 og er þetta því elsta mót á mótaröðinni sem haldið er á meginlandi Evrópu. Mótinu var aflýst í fyrra vegna Covid-19 heimsfaraldursins en mótið mun vera haldið í ár í samvinnu við frönsk yfirvöld.

Eftir Masters mótið í apríl verða leikinn fimm mót áður en PGA meistaramótið hefst og verður Opna franska það fjórða í röðinni. Fyrstu þrjú mótin eru Tenerife Open, Gran Canaria Open og  Portugal Masters. Það fimmta er svo Betfred British Masters mótið, þar sem gestgjafi mótsins er Danny Willett. 

Opna franska verður leikið í 104. skiptið í ár og verður þetta í 19. skiptið í röð sem leikið er á Le Golf National vellinum en Ryder Bikarinn var haldinn þar árið 2018.