Fréttir

Enn eru þrír kylfingar með fullt hús stiga á Íslandsbankamótaröðinni
Perla Sól Sigurbrandsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 08:30

Enn eru þrír kylfingar með fullt hús stiga á Íslandsbankamótaröðinni

Eftir þrjú mót á Íslandsbankamótaröðinni árið 2019 eru þrír kylfingar með fullt hús stiga á stigalista mótaraðarinnar. Eftir Íslandsmótið í holukeppni, sem fór fram um síðustu helgi í Grindavík, eru einungis tvö mót eftir á tímabilinu.

Kylfingarnir sem eru með fullt hús stiga að þremur mótum loknum eru þau Markús Marelsson (14 ára og yngri), Perla Sól Sigurbrandsdóttir (14 ára og yngri) og Sverrir Haraldsson (19-21 árs).

Perla Sól er yngri systir Dagbjartar Sigurbrandssonar sem hefur sömuleiðis byrjað sumarið með stæl og hefur sigrað á tveimur fyrstu mótunum á mótaröð þeirra bestu. Systkynin eru því búin að vinna öll mótin til þessa á þessum stærstu mótaröðum landsins.

Næsta mót á Íslandsbankamótaröðinni er fer fram 19.-21. júlí hjá Golfklúbbi Akureyrar. Fyrst taka þó flestir af kylfingum mótaraðarinnar þátt í Íslandsmótum golfklúbba í flokki 18 ára og yngri.

Efstu fimm kylfingar í hverjum flokki:

Stúlknaflokkur 14 ára og yngri:

1 Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 5000.00
2 Helga Signý Pálsdóttir GR 3662.50
3 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 3502.50
4 Pamela Ósk Hjaltadóttir GR 3323.75
5 Katrín Embla Hlynsdóttir GOS 1820.00

Strákaflokkur 14 ára og yngri:

1 Markús Marelsson GKG 5000.00
2 Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 3650.00
3 Skúli Gunnar Ágústsson GA 3617.50
4 Veigar Heiðarsson GA 3367.50
5 Jón Gunnar Kanishka Shiransson 2550.00

Stúlknaflokkur 15-16 ára:

1 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 4165.00
2 Eva María Gestsdóttir GKG 3500.00
3 María Eir Guðjónsdóttir GM 3357.50
4 Katrín Sól Davíðsdóttir GM 3322.50
5 Bjarney Ósk Harðardóttir GKG 3052.50

Strákaflokkur 15-16 ára:

1 Böðvar Bragi Pálsson GR 4265.00
2 Finnur Gauti Vilhelmsson GR 3308.75
3 Bjarni Þór Lúðvíksson GR 3108.75
4 Breki Gunnarsson Arndal GKG 2902.50
5 Björn Viktor Viktorsson GL 2872.50

Stúlknaflokkur 17-18 ára:

1 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 4700.00
2 Kristín Sól Guðmundsdóttir GM 2962.50
3 Ásdís Valtýsdóttir GR 2552.50
4 Bára Valdís Ármannsdóttir GL 2315.00
5 María Björk Pálsdóttir GKG 2037.50

Strákaflokkur 17-18 ára:

1 Kristófer Karl Karlsson GM 3500.00
2 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 3350.00
3 Jón Gunnarsson GKG 3170.00
4 Tómas Eiríksson Hjaltested GR 3002.50
5 Ingi Þór Ólafson GM 2711.25

Strákaflokkur 19-21 árs:

1 Sverrir Haraldsson GM 5000.00
2 Daníel Ísak Steinarsson GK 3300.00
3 Helgi Snær Björgvinsson GK 2427.50
4 Ragnar Már Ríkarðsson GM 1965.00
5 Róbert Smári Jónsson GS 1715.00

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum.


Markús Marelsson.


Sverrir Haraldsson.