Fréttir

Enn framkvæma Selfyssingar
Framkvæmdir við nýtt æfingasvæði eru hafnar á Selfossi og stefnt er að því að þeim ljúki í vor.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 5. janúar 2022 kl. 11:46

Enn framkvæma Selfyssingar

Golfklúbbur Selfoss hefur staðið í stórræðum síðustu ár. Framkvæmdagleði þeirra hefur verið til mikillar fyrirmyndar og stuðningur bæjarfélgsins þeim til mikils sóma. 

Reist hefur verið skemma fyrir inniæfingar á svæði klúbbsins auk þess sem nýr golfvöllur hefur verið lagður að hluta og viljayfirlýsing undirrituð við bæjarfélagið um stækkun vallarins í 18 holur.

Nú hefur klúbburinn ráðist í enn eina stórframkvæmdina. Hafist hefur verið handa við byggingu nýrrar æfingaaðstöðu sem sjá má á teikningunni hér að neðan. Um er að ræða æfingaskýli með kennsluaðstöðu og 14 sláttubásum. Einnig verður stór grasteigur til æfinga og frábært aðstaða til að æfa stutta spilið.

Stefnt er að því að framkvæmdum á æfingasvæðinu ljúki í maí á þessu ári.