Fréttir

Erfið byrjun hjá Berglindi
Berglind Björnsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 15:19

Erfið byrjun hjá Berglindi

Berglind Björnsdóttir hóf í dag leik á fyrsta stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröð kvenna. Leikið er á La Manga svæðinu á Spáni og er leikið á tveimur völlum, Norður- og Suðurvellinum

Eins og kom fram í gær komst Guðrún Brá Björgvinsdóttir beint inn á lokastigið vegna árangurs hennar á LET Access mótaröðinni á síðasta ári og fer það fram dagana 22.-26. janúar.

Berglind lék á Suðurvellinum í dag og hóf hún leik á fyrsta teig. Hún fékk fjóra skolla á fyrstu níu holunum og fimm pör. Síðari níu holurnar voru eins og endaði hún því hringinn á 81 höggi, eða átta höggum yfir pari.

Eftir daginn er Berglind jöfn í 105. sæti. Á morgun leikur Berglind á Norðurvellinum og hefur hún leik klukkan 8:50 að staðartíma.

Þær Stina Resen, Emelie Borggren og Line Toft Hansen eru efstar eftir fyrsta hring á fjórum höggum undir pari. Hérna má sjá stöðuna í mótinu.