Fréttir

Erla, Helgi, Jóhann og Þórdís Íslandsmeistarar eldri kylfinga 2019
Frá Vestmannaeyjum.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 20. júlí 2019 kl. 23:31

Erla, Helgi, Jóhann og Þórdís Íslandsmeistarar eldri kylfinga 2019

Íslandsmót eldri kylfinga fór fram dagana 18.-20. júlí hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja.

Leikið var í fjórum flokkum í mótinu og komu Íslandsmeistararnir úr Golfklúbbnum Keili, Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík, og tveir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík. 

Þórdís Geirsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki kvenna 50 ára og eldri. Hún lék hringina þrjá í mótinu á 19 höggum yfir pari og varð að lokum 7 höggum á undan Ásgerði Sverrisdóttur.

Í karlaflokki lék Helgi Anton Eiríksson á frábæru skori en hann var á einu höggi yfir pari. Helgi vann flokkinn en hann varð þremur höggum á undan Fransi Páli Sigurðssyni.

Í kvennaflokki 65 ára og eldri fagnaði svo Erla Adolfsdóttir sigri og í karlaflokki 65 ára og eldri sigraði Jóhann Peter Andersen, bæði úr GHD.

Lokastaðan á Íslandsmóti eldri kylfinga árið 2019 var eftirfarandi:

Öldungaflokkur GSÍ, konur 50+
1. Þórdís Geirsdóttir, GK (76-76-77) 229 högg 
2. Ásgerður Sverrisdóttir, GR (80-77-79) 236 högg 
3. María Málfríður Guðnadóttir, GKG (79-78-82) 239 högg 
4. Svala Óskarsdóttir, GR (81-84-84) 249 högg 
5. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG (80-84-88) 252 högg 

Öldungaflokkur GSÍ, karlar 50+

1. Helgi Anton Eiríksson, GJÓ (73-68-70) 211 högg 
2. Frans Páll Sigurðsson, GR (71-67-74) 214 högg
3. Guðmundur Arason, GR (73-73-70) 216 högg 
4. Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ (67-76-74) 217 högg 
5.-6. Magnús Pálsson, GK (77-75-69) 221 högg
5.-6. Sigurður Aðalsteinsson, GÖ (71-77-73) 221 högg 

Öldungaflokkur GSÍ, karlar 65+

1. Jóhann Peter Andersen, GHD (83-77-84) 244 högg 
2. Friðþjófur Arnar Helgason, NK (79-86-83) 248 högg 
3. Hallgrímur Júlíusson, GV (81-82-83) 249 högg 
3.-4. Gunnar Árnason, GKG (82-90-83) 255 högg
3.-4. Gunnsteinn Skúlason, GR (87-83-85) 255 högg 

Öldungaflokkur GSÍ, konur 65+

1. Erla Adolfsdóttir, GHD (85-86-86) 257 högg 
2. Margrét Geirsdóttir, GR (89-95-99) 283 högg
3. Oddný Sigsteinsdóttir, GR (95-93-97) 285 högg 
4. Rakel Kristjánsdóttir, GL (100-99-93) 292 högg