Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Erlendur PGA kennari með kennslu í Básum
Simon Edwards.
Þriðjudagur 21. ágúst 2018 kl. 10:33

Erlendur PGA kennari með kennslu í Básum

Föstudaginn 24. ágúst mun PGA þjálfarinn Simon Edwards bjóða upp á þjálfun í Básum fyrir félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur þar sem lögð verður áhersla á stuttaspilskennslu. 

Simon hefur gríðarlega reynslu og þekkingu í golfþjálfun og nýtur mikillar virðingar sem bæði þjálfari og leikmaður og býr meðal annars að eftirfarandi gráðum:

 • Level Four Coach
 • PGA Advanced Professional,
 • European Seniors Tour Performance Coach
 • European Tour Member
 • PGA Cup Team member

Simon er einnig yfirþjálfari hjá Windermere golfklúbbnum á Englandi og yfirþjálfari stutta spilsins á Cumbria svæðinu á Englandi sem telur fjölda golfklúbba. Sjálfur er hann frá Wales og á langan og farsælan feril að baki sem atvinnukylfingur og hefur tekið þátt í yfir 250 atvinnumannamótum þar sem helst má telja:

 • The Open Championship 2010 á St Andrews & 2011 á Royal St Georges
 • BMW Championship - Wentworth - 2002, 2006 & 2007.
 • PGA Cup Team 2003, 2005 & 2011
 • De Vere Leeds Cup 2005 – Sigurvegari
 • 2005 & 2006 PGA North Region order of merit – Sigurvegari
 • Glenmuir Clup Professional Champion

Kennsla fyrir félagsmenn mun fara fram föstudaginn 24. ágúst eins og fyrr segir. Mæting er í afgeiðslu Bása. Hver kennslustund stendur yfir í 30 mín og kostar aðeins 5.000 kr. Kennsla verður í boði frá kl.8:00 til 12:00 og frá kl.13:00 til 19:30.

Bókun fer fram í gegnum netfangið omar@grgolf.is

Ísak Jasonarson
isak@vf.is