Fréttir

Evópumótaröð karla: Colsaerts og Coetzee leiða
Nicolas Colsaerts. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 18. október 2019 kl. 21:00

Evópumótaröð karla: Colsaerts og Coetzee leiða

Belginn Nicolas Colsaerts og Suður-Afríkubúinn George Coetzee eru með forystu þegar Opna franska mótið er hálfnað á Evrópumótaröð karla. Leikið er á Le Golf National vellinum í Frakklandi en þar fór Ryder bikarinn fram í fyrra.

Colsaerts og Coetzee eru báðir á níu höggum undir pari en aðstæður í Frakklandi eru erfiðar, vindur og mikil kuldi.

Bandaríkjamaðurinn Kurt Kitayama er höggi á eftir þeim félögum, höggi á undan Richie Ramsay sem er í fjórða sæti.

Þriðji hringur mótsins fer fram á laugardaginn en alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna.

133 högg G Coetzee (RSA) 65 68, N Colsaerts (Bel) 67 66,
134 högg K Kitayama (USA) 66 68,
135 högg R Ramsay (Sco) 66 69,
136 högg J Hansen (Den) 68 68,