Fréttir

Evrópukonur í sérflokki á Opna bandaríska eldri kvenna
Annika Sörenstam er efst fyrir lokahringinn
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 31. júlí 2021 kl. 21:30

Evrópukonur í sérflokki á Opna bandaríska eldri kvenna

Annika Sörenstam hefur forystu fyrir lokahringinn á Opna bandarískar móti eldri kvenna sem leikið er í Connecticut.

Sörenstam hefur leikið hringina þrjá á samtals 8 höggum undir pari og hefur tveggja högga forystu á löndu sína Liselotte Neumann. Evrópukonur eru í efstu fjórum sætunum því næstar koma Catriona Matthew frá Skotlandi á 4 undir og Dame Laura Davies á 2 höggum undir pari. Yuko Saito frá Japan er einnig á 2 höggum undir pari.

Hin 82 ára gamla JoAnne Carner lék á 79 höggum í gær eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 82 höggum. Sannarlega frábær árangur hjá JoAnne þó ekki hafi hann dugað til að ná í gegnum niðurskurð.

Staðan í mótinu