Fréttir

Evrópumótaröð karla: Adrian Otaegui hafði betur í úrslitaleiknum
Adrian Otaegui
Sunnudagur 20. maí 2018 kl. 15:45

Evrópumótaröð karla: Adrian Otaegui hafði betur í úrslitaleiknum

Belgian Knockout mótið á Evrópumótaröð karla lauk nú síðdegis og var það Spánverjinn Adrian Otaegui sem stóð uppi sem sigurvegari. Otaegui hafði betur gegn Benjamin Hebert í úrslitaleiknum.

Þrjár umferðir fóru fram í dag. Fyrst í morgun fóru átta-manna úrslitin fram og komust þeir David Drysdale, James Heath, Benjamin Hebert og Adrian Otaegui áfram.

Í undanúrslitunum mættust þeir James Heath og Benjamin Hebert og fór svo að lokum að Heath lék á tveimur höggum undir pari á meðan Hebert lék á þremur höggum undir pari. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Otaegui og Drysdale. Otaegui lék á þremur höggum undir pari á meðan Drysdale lék á einu höggi yfir pari.

Drysdale og Heath mættust því í leiknum um þriðja sætið og hafði Drysdale betur í þeim leik. Hann lék á einu höggi undir pari á meðan Heath lék á parinu.

Úrslitaleikurinn var nokkuð spennandi fyrst um sinn, en þrír fuglar í röð á holum sex til átta gerðu út af við leikinn og fór svo að lokum að Otaegui lék á þremur höggum undir pari á meðan Hebert lék á einu höggi undir pari.

Hérna má sjá úrslit allra leikja.