Fréttir

Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur á höggi yfir pari
Birgir Leifur Hafþórsson.
Sunnudagur 19. ágúst 2018 kl. 11:53

Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur á höggi yfir pari

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag lokahringinn á Nordea Masters mótinu á Evrópumótaröð karla á höggi yfir pari eða 71 höggi.

Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og var kominn högg undir par eftir 3 holur. Þrátt fyrir tvöfaldan skolla á 9. holu var Birgir á pari vallarins eftir 11 holur en hann fékk svo þrefaldan skolla á 12. holu.

Birgir sýndi þó sínar bestu hliðar á lokakaflanum sem hann lék á þremur höggum undir pari. Hægt er að sjá skorkort hans í mótinu hér fyrir neðan.

Spilamennska Birgis skilaði honum í 67. sæti í mótinu en efstu menn eru nú úti á velli. Mótinu lýkur seinna í dag, sunnudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]