Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur komst inn á Portugal Masters
Birgir Leifur Hafþórsson.
Mánudagur 17. september 2018 kl. 16:31

Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur komst inn á Portugal Masters

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, verður með nokkrum af bestu kylfingum heims á Portugal Masters mótinu sem hefst á fimmtudaginn á Evrópumótaröð karla.

Birgir Leifur hefur verið í stuttu fríi frá keppnisgolfi frá því í byrjun september en þá þurfti hann að draga sig úr keppni í Danmörku vegna meiðsla í hálsi.

Mótið er það 11. í röðinni hjá Birgi á tímabilinu en hann situr í 262. sæti stigalistans. Besti árangurinn kom á Porsche European Open mótinu þar sem hann endaði í 48. sæti en alls hefur hann þénað 20.310 evrur á tímabilinu.

Margir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks í Portúgal. Helst ber að nefna Thorbjörn Olesen, Sergio Garcia, Eddie Pepperell, Matt Wallace, Padraig Harrington og Charl Schwartzel. Harrington sigraði einmitt á þessu móti árið 2016.

Sigurvegari síðasta árs, Lucas Bjerregaard, er skráður til leiks í ár og freistar þess að verja titilinn.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)