Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur úr leik eftir þriðja hring
Birgir Leifur Hafþórsson.
Laugardagur 22. september 2018 kl. 14:38

Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur úr leik eftir þriðja hring

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Portugal Masters mótinu eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á 2 höggum yfir pari. Birgir Leifur verður því ekki með á lokahring mótsins fer fram á morgun, sunnudag.

Evrópumótaröð karla kynnti á síðasta ári nýja reglu sem hljómar þannig að ef fleiri en 78 kylfingar komast áfram að tveimur hringjum loknum mun sjálfkrafa myndast annar niðurskurður eftir þriðja hringinn sem 72 efstu kylfingarnir komast í gegnum.

Birgir Leifur fór niður í 79. sæti með hring dagsins og var því úr leik. Skorkort hans má sjá hér fyrir neðan.

Lucas Herbert er í efsta sæti mótsins á 19 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Tom Lewis sem er annar.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)