Fréttir

Evrópumótaröð karla: Colsaerts skrefi nær sínum fyrsta sigri í yfir sjö ár
Nicolas Colsaerts. Mynd: GettyImages.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 19. október 2019 kl. 18:07

Evrópumótaröð karla: Colsaerts skrefi nær sínum fyrsta sigri í yfir sjö ár

Það er Belginn Nicolas Colsaerts sem er með forystu fyrir lokahring Open de France mótsins sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Hann er því skrefi nær sínum fyrsta sigri á mótaröðinni í yfir sjö ár.

Colsaerts og Suður-Afríkumaðurinn George Coetzee voru jafnir fyrir daginn í dag. Á meðan Coetzee gerði nokkur mistök lék Colsaerts við hvern sinn fingur og kom í hús á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er því samtals á 13 höggum undir pari.

Coetzee lék á 70 höggum þrátt fyrir að tapa tveimur höggum á 13. holunni og er hann því samtals á 10 höggum undir pari, þremur höggum á eftir.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.