Fréttir

Evrópumótaröð karla: Eitt af stærstu mótum tímabilsins í hættu fyrir næsta ár
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 29. september 2020 kl. 15:34

Evrópumótaröð karla: Eitt af stærstu mótum tímabilsins í hættu fyrir næsta ár

Dubai Dutry Free Irish Open mótið sem lauk á sunnudaginn á í hættu á að missa aðal styrktaraðila sinn. Það mun ráðast á næstu vikum hvort Dubai Duty Free muni áfram vera aðal styrktaraðili mótsins.

Mótið hefur nú þegar orðið fyrir miklum missi þar sem það mun ekki vera hluti af Rolex Series mótunum á Evrópumótaröð karla á næsta ári. Rolex Series mótin hafa verið þau mót sem flestir af bestu kylfingum mótaraðarinnar hafa mætt á og hefur verðlaunafé í þeim yfirleitt verið með hæsta móti. Til að mynda var heildar verðlaunafé á Irish Open mótinu í fyrra 7 milljónir dollara en þar sem mótið var ekki í hluti af Rolex Series í ár var verðlaunaféið ekki nema 1,5 milljón dollarar.

Dubai Duty Free varð aðal styrktaraðili mótsins árið 2015 og var það að miklu leiti Rory McIlroy að þakka. Það samstarf kom mótinu á þann stall að vera talið eitt af stærstu mótum ársins á Evópumótaröðinni.

Nú er aftur á móti mikil óvissa um framtíð mótsins og mun það að miklu leiti ráðast af því hvort mótið heldur styrktaraðila sínum áfram.