Fréttir

Evrópumótaröð karla: Ekki leikið í Kenía vegna Covid-19
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 9. mars 2020 kl. 21:40

Evrópumótaröð karla: Ekki leikið í Kenía vegna Covid-19

Evrópumótaröð karla hefur tilkynnt að ekki verði leikið í Kenía dagana 12.-15. mars eins og lagt var upp með vegna hættu á dreifingu Covid-19 þar í landi.

Stjórnvöld þar í landi hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllum alþjóðlegum fundum og ráðstefnum en það verður svo endurskoðað í lok mars.

„Við skiljum og virðum ákvörðun stjórnvalda í Kenía fullkomlega á þessum erfiðu tímum,“ sagði Keith Pelley, framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar.

„Við erum að skoða möguleikann á að færa mótið seinna inn í tímabilið en það er einungis möguleiki núna, við erum ekki búin að gera nein plön.“

Næsta mót á Evrópumótaröðinni er Hero Indian Open sem fer fram dagana 19.-22. mars.