Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Fimm jafnir í Danmörku
Matthew Southgate.
Fimmtudagur 23. maí 2019 kl. 22:21

Evrópumótaröð karla: Fimm jafnir í Danmörku

Fyrsti dagur Made in Denmark mótsins á Evrópumótaröð karla var leikinn í dag og eru það fimm kylfingar sem eru jafnir á toppnum

Þeir Paul Waring, Matthew Southgate, Alejandro Canizares, Edoardo Molinari og Tom Murray léku allir á fimm höggum undir pari í dag, eða 66 höggum.

Sex kylfingar eru einu höggi á eftir á fjórum höggum undir pari og það voru svo 17 kylfingar sem léku á þremur höggum undir pari. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á meðal keppenda en hann átti erfiðan dag. Nánar má lesa um hringinn hans hérna.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)