Fréttir

Evrópumótaröð karla: Fimm jafnir í Máritíus
Rasmus Højgaard.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 14:00

Evrópumótaröð karla: Fimm jafnir í Máritíus

Fyrsti hringur Afrasia Bank Mauritius Open mótsins á Evrópumótaröðinni hófst í dag í Máritíus. Það eru þeir Benjamin Hebert, Romain Langasque, Brandon Stone, Grant Forrest og nýliðinn Rasmus Højgaard sem eru í efsta sæti eftir fyrsta daginn. Allir eru þeir á sex höggum undir pari.

Højgaard, sem vann sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni með því að enda á meðal 25 efstu á lokastigi úrtökumótsins, lék stöðugt golf í dag. Hann fékk fjóra fugla, einn örn og restina pör á leið sinni að 66 höggum. Hebert, Stone og Langasque fengu allir sjö fugla á sínum hring og einn skolla. Forrest fékk svo einn örn, sex fugla og tvo skolla á hringnum í dag.

Níu kylfingar eru svo jafnir í 6.-14. sæti á samtals fimm höggum undir pari, einu höggi á eftir efstu mönnum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.