Fréttir

Evrópumótaröð karla: Fyrsti sigur Hansen kom í Suður-Afríku
Joachim B. Hansen.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 22. nóvember 2020 kl. 23:16

Evrópumótaröð karla: Fyrsti sigur Hansen kom í Suður-Afríku

Hinn 30 ára gamli Joachim B. Hansen sigraði í dag á Evrópumótaröð karla en hann lék manna best á Joburg Open sem fór fram í Suður-Afríku.

Hansen lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari og varð að lokum tveimur höggum á undan heimamanninum Wilco Nienaber sem hafði leitt allt mótið. Nienaber kastaði frá sér möguleika á sigri með skollum á 17. og 18. holu.

Þetta er fyrsti sigur Hansen á Evrópumótaröðinni en hann hefur undanfarin ár unnið sig upp frá Nordic Golf mótaröðinni yfir á Áskorendamótaröðina og er nú búinn að festa sig í sessi á Evrópumótaröðinni.

Heimamaðurinn Shaun Norris endaði í þriðja sætiá 16 höggum undir pari en þrír kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, sex höggum á eftir Hansen.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.