Fréttir

Evrópumótaröð karla: Fyrsti sigur Stalter á mótaröðinni
Joël Stalter.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 18. júlí 2020 kl. 23:26

Evrópumótaröð karla: Fyrsti sigur Stalter á mótaröðinni

Það var Frakkinn Joël Stalter sem fagnaði sigri á Euram Bank Open mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröðinni en mótið var haldið í sameiningu af báðum mótaröðum.

Úhellisrigning var á lokadeginum og gerði keppendum erfitt fyrir. Stalter hélt þó haus og kom í hús á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann endaði mótið á 14 höggum undir pari, tveimur höggum betur en næsti maður.

Þetta er fyrsti sigur Stalter á Evrópumótaröðinni en fyrir á hann einn sigur á Áskorendamótaröðinni en hann kom árið 2016.

Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús voru á meðal keppenda og enduðu í 57. sæti og 50. sæti.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.