Fréttir

Evrópumótaröð karla: Gavin Green efstur í Tékklandi
Gavin Green.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 15. ágúst 2019 kl. 16:25

Evrópumótaröð karla: Gavin Green efstur í Tékklandi

Evrópumótaröðin snér aftur í dag þegar D+D Real Czech Masters mótið hófst. Skorin voru góð á fyrsta hringnum en samtals léku 88 kylfingar undir pari. Það var Gavin Green sem lék best en hann er á samtals átta höggum undir pari eftir daginn.

Green byrjaði daginn með miklum látum og var á fjórum höggum undir pari eftir fimm holur. Hann hélt áfram að bæta við fuglunum og var kominn átta högg undir par eftir aðeins 12 holur. Þá kom aftur á móti skolli og gerði út um vonir hans að leika á 59 höggum. Fugl á 18. holu kom honum aftur á átta högg undir par, eða 64 högg.

Þeir Erik Van Rooyen og Lee Slattery eru jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Rooyen fékk sjö fugla og restina pör á sínum hring á meðan Slattery fékk einn skolla, sex fugla og einn örn á sínum hring.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.