Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Hatton í góðri stöðu til að vinna þriðja árið í röð
Tyrrell Hatton.
Laugardagur 6. október 2018 kl. 17:06

Evrópumótaröð karla: Hatton í góðri stöðu til að vinna þriðja árið í röð

Englendingurinn Tyrrell Hatton er með eins höggs foyrstu fyrir lokahringinn á Alfred Dunhill Links Championship mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla.

Hatton er samtals á 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi á Carnoustie, Kingsbarns og St Andrews völlunum. Hann vann þetta mót árið 2016 og varði titilinn í fyrra. Það var í fyrsta sinn sem kylfingi tókst að verja titilinn í þessu móti.

Höggi á eftir Hatton er Marcus Fraser, á 13 höggum undir pari. Stephen Gallacher og Tommy Fleetwood deila svo þriðja sætinu á 11 höggum undir pari.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)