Fréttir

Evrópumótaröð karla: Heimamaður á toppnum
Martin Kaymer.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 21. júní 2019 kl. 21:30

Evrópumótaröð karla: Heimamaður á toppnum

Það er heimamaðurinn Martin Kaymer sem er í forystu eftir tvo hringi á BMW International mótinu en leikið er á Munchen Eichenried vellinum í Þýskalandi. Kaymer er með tveggja högga forystu eftir daginn.

Fyrir daginn var Kaymer einn í öðru sæti eftir að hafa leikið á 67 höggum í gær. Hann gerði gott betur í dag og kom í hús á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Samtals er hann því á 11 höggum undir pari eftir hringina tvo.

Einn í öðru sæti á níu höggum undir pari er Suður-Afríkubúinn Christiaan Bezuidenhout. Hann átti besta hring mótsins hingað til er hann kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.