Fréttir

Evrópumótaröð karla: Jafnt á toppnum í Frakklandi
George Coetzee.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 17. október 2019 kl. 19:00

Evrópumótaröð karla: Jafnt á toppnum í Frakklandi

Fyrsti dagur Amundi Open de France mótsins á Evrópumótaröðinni var leikinn í dag en leikið er á Le Golf National vellinum þar sem Ryder Bikarinn var haldinn síðasta haust. Tveir kylfingar kylfingar léku á 65 höggum í dag og eru jafnir í efsta sætinu.

Kylfingarnir eru þeir Ryan Fox og George Coetzee. Hringir þeirra voru keimlíkir en þeir fengu báðir fimm fugla á fyrstu níu holunum og á síðari níu holunum fengu þeir báðir tvo fugla, einn skolla og restina pör. Þeir eru því báðir á sex höggum undir pari.

Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Það eru þeir Benjamin Hebert, Kurt Kitayama og Richie Ramsey.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Ryan Fox.