Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Korhonen efstur þegar mótið er hálfnað
Mikko Korhonen
Laugardagur 9. júní 2018 kl. 09:52

Evrópumótaröð karla: Korhonen efstur þegar mótið er hálfnað

Shot Clock Masters mótið hélt áfram í gær á Evrópumótaröðinni og er það Finninn Mikko Korhonen sem er í forystu þegar mótið er hálfnað.

Korhonen er samtals á níu höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann lék annan hringinn á 67 höggum en það var besti hringur gærdagsins.

Í öðru sæti eru þeir Steve Webster og Justin Walters. Þeir eru báðir á átta höggum undir pari. 

Shot Clock Masters er nýtt mót á Evrópumótaröðinni en með hverju holli er tímavörður sem tekur tímann sem kylfingar nota til að slá hvert högg. Fyrir venjulegt högg hafa kylfingar aðeins 40 sekúndur. Frumraunin virðist vera að ganga vel og var til að mynda hraðasti hringur fyrsta dagsins 55 mínútum styttri en meðallengd hrings á mótaröðinni.

Þriðji hringurinn er farinn af stað en lokaráshóparnir hefja leik innan skamms.

Hérna má fylgjast með mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)