Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Law sigurvegari í fyrsta sinn eftir magnaðan endi
David Law.
Sunnudagur 10. febrúar 2019 kl. 11:02

Evrópumótaröð karla: Law sigurvegari í fyrsta sinn eftir magnaðan endi

Skotinn David Law tryggði sér sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröð karla í morgun þegar að hann fagnaði sigri á ISPS Handa Vic Open mótinu. Það má segja að hann hafi gert það með stæl en hann lék síðustu þrjár holurnar á þremur höggum undir pari.

Spennan var mikil á lokadeginum og þá sérstaklega á lokaholunum. Wade Ormsby, sem var í forystu fyrir lokahringinn, var á 18 höggum undir pari fyrir síðustu tvær holurnar. Hann gerði aftur á móti dýrkeypt mistök á 17. holunni þar sem hann fékk skramba. 

Á meðan lék Law við hvern sinn fingur og fékk fugl á 16. holunni og kórónaði svo hringinn sinn með því að fá örn á síðustu holunni. Þar sem Ormsby náði aðeins að fá fugl þá stóð Law uppi sem sigurvegari á 18 höggum undir pari.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Winning in style 🏆 Scottish rookie David Law wins the ISPS Handa Vic Open! @davelaw8 #VicOpen

A post shared by European Tour (@europeantour) on

Law lék lokarhringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Þetta var hans fyrsti sigur á Evrópumótaröðinni en í fyrra vann hann sitt fyrsta mót á Áskorendamótaröðinni.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)