Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Lewis kominn upp í 62. sæti stigalistans
Tom Lewis.
Þriðjudagur 25. september 2018 kl. 16:00

Evrópumótaröð karla: Lewis kominn upp í 62. sæti stigalistans

Englendingurinn Tom Lewis er kominn upp í 62. sæti stigalistans á Evrópumótaröð karla eftir sigurinn á Portugal Masters sem fór fram um helgina.

Lewis fór upp um meira en 100 sæti milli vikna og gulltryggði sér sæti á mótaröðinni næstu tvö árin í leiðinni.

Litlar breytingar urðu á stöðu efstu manna á stigalistanum þar sem flestir af bestu kylfingum mótaraðarinnar voru meðal keppenda á TOUR Championship mótinu á PGA mótaröðinni. Þó varð ein breyting á topp-10 þar sem Eddie Pepperell er nú kominn upp í 10. sæti eftir að hafa endað í 2. sæti á Portugal Masters.

Hér er hægt að sjá stigalistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)