Fréttir

Evrópumótaröð karla: Luiten með eins höggs forystu
Joost Luiten.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 9. júlí 2020 kl. 18:43

Evrópumótaröð karla: Luiten með eins höggs forystu

Evrópumótaröð karla snéri til baka í dag eftir fjögurra mánaða hlé þegar Austrian Open mótið fór af stað. Mótið er sameiginlegt mót Evrópumótararaðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar. Það er Hollendingurinn Joost Luiten sem er í forystu eftir daginn, höggi á undan næstu mönnum.

Luiten byrjaði hringinn af miklum krafti en hann var kominn fimm högg undir par eftir sjö holur. Á síðari níu holunum bætti hann við þremur fuglum en á móti fékk hann einn skolla. Hringinn lék hann því á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Höggi á eftir Luiten eru Skotarnir Marc Warren og Craig Howie.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús er báðir á meðal keppenda. Nánar má lesa um hringina hjá þeim hérna.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.