Fréttir

Evrópumótaröð karla: McIlroy aldrei byrjað tímabil betur en í dag
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 19:54

Evrópumótaröð karla: McIlroy aldrei byrjað tímabil betur en í dag

Rory McIlroy hóf tímabilið með miklum látum í dag en fyrsti hringur Abu Dhabi HSBC Meistaramótsins á Evrópumótaröð karla var leikinn í dag. Ekki náðu allir kylfingar að ljúka leik þar sem þoka í morgun seinkaði leik um tæpar þrjár klukkustundir.

McIlroy var í einu af fyrstu hollunum í morgun en vegna seinkunarinnar hóf hann ekki leik ekki fyrr rétt eftir 10. Hann var ekki lengi að ná í fyrsta fuglinn en hann kom á fyrsti holu dagsins sem var 10. holan. Fuglarnir héldu áfram að koma og endaði hann hringinn á 64 höggum, eða átta höggum undir pari.

Þetta er fyrsti hringur McIlroy á nýju tímabili og hefur hann aldrei byrjað tímabil jafn vel og í dag.

„Mér fannst margt mjög gott. Mér fannst ég slá vel af teig stóran hlut úr deginum. Lengdarstjórnunin var mjög góð. Ég byrjaði mjög vel og sló mörg góð járnahögg. En til að vera alveg hreinskilinn þá hef ég held ég aldrei púttað eins vel á þessum flötum hérna í Abu Dhabi. Ég hef spilað vel hérna en ég setti niður góð pútt í dag. Mér hefur eiginlega alltaf gengið illa að lesa flatirnar, en ég datt í smá gír í byrjun og náði að halda út.“

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.