Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: McIlroy í sérflokki á Wentworth
Rory McIlroy
Laugardagur 26. maí 2018 kl. 06:30

Evrópumótaröð karla: McIlroy í sérflokki á Wentworth

Það má segja að Rory McIlroy hafi verið í algjörum sérflokki á öðrum degi BMW PGA Championship mótsins sem fram fer á Wentworth vellinum í Englandi. McIlroy er á samtals 12 höggum undir pari og með þriggja högga forystu eftir tvo hringi.

McIlroy átti besta hring gærdagsins er hann kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Honum urðu á engin mistök á hringnum í gær, heldur fékk hann aðeins sjö fugla og restina pör.

Þeir Sébastien Gros og Sam Horsfield eru jafnir í öðru sæti á samtals níu höggum undir pari. Þeir léku annars vegar á 66 höggum og hins vegar á 68 höggum.

Tommy Fleetwood er síðan einn í fjórða sæti á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið á 66 höggum í gær.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)