Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Migliozzi með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni
Guido Migliozzi.
Sunnudagur 17. mars 2019 kl. 15:28

Evrópumótaröð karla: Migliozzi með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni

Það var Ítalinn Guido Migliozzi sem fagnaði sigri á Kenya Open mótinu sem lauk nú fyrir skömmu. Þetta var hans fyrsti sigur á mótaröðinni.

Mikil spenna var á lokahringnum þar sem margir kylfingar voru skammt undan þeim Migliozzi og Adri Arnaus en þeir voru í forystu fyrir daginn. Það var samt að lokum Migliozzi sem endaði efstur á 16 höggum undir pari.

Þrír kylfingar voru jafnir í öðru sæti á 15 höggum undir pari. Það voru þeir Adri Arnaus, Justin Harding og Louis De Jager.

Migliozzi átti hreint út sagt frábært högg á lokaholunni en þar sló hann næstum ofan í fyrir erni.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Wow, Guido Migliozzi! 🇮🇹 @migliaus wins the #MagicalKenyaOpen 🏆

A post shared by European Tour (@europeantour) on

Lokastöðuna í mótinu má sjá hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)