Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Molinari valinn kylfingur maí mánaðar
Francesco Molinari.
Þriðjudagur 12. júní 2018 kl. 10:00

Evrópumótaröð karla: Molinari valinn kylfingur maí mánaðar

Ítalinn Francesco Molinari var í gær valinn kylfingur maí mánaðar á Evrópumótaröð karla. Molinari fékk alls 62% atkvæða en kosningin fór fram á heimasíðu mótaraðarinnar.

Molinari lék stórkostlegt golf í maí en toppurinn kom á BMW Championship mótinu þar sem hann sigraði nokkuð örugglega og hafði betur gegn Rory McIlroy á endasprettinum.

Hinn 35 ára gamli Molinari lék á 70-67-66-68 höggum í mótinu en þetta var fimmti sigurinn hans á ferlinum.

Adrian Otaegui endaði annar í valinu eftir sigur á Belgian Knockout mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)