Fréttir

Evrópumótaröð karla og PGA mótaröðin í samstarf
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 29. nóvember 2020 kl. 21:30

Evrópumótaröð karla og PGA mótaröðin í samstarf

Stórar fréttir bárust frá Evrópumótaröð karla og PGA mótaröðinni í vikunni en þá tilkynntu mótaraðirnar um væntanlegt samstarf um stefnumótun mótaraðanna. Samstarfið þýðir að tvær stærstu mótaraðir heims munu nú vinna saman að auka vinsældir íþróttarinnar heimshornanna á milli.

PGA mótaröðin mun fjárfesta í hluta af útsendingarfélagi Evrópumótaraðarinnar (e. European Tour Productions) sem meðal annars sér um framleiðslu og dreyfingu á efni mótaraðarinnar.

Mótaraðirnar munu einnig vinna að því í sameiningu að auka umsvif keppnisdagsskránna á heimsvísu, verðlaunafés og gefa meðlimum mótaraðanna aukin tækifæri.

Lítið annað hefur verið gefið upp en að Jay Monahan, framkvæmdarstjóri PGA mótaraðarinnar, mun setjast í stjórn Evrópumótaraðarinnar. Nánari upplýsingar um samstarfið koma síðar.