Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Olesen valinn kylfingur ágúst mánaðar
Thorbjörn Olesen.
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 12:25

Evrópumótaröð karla: Olesen valinn kylfingur ágúst mánaðar

Daninn Thorbjörn Olesen var á mánudaginn valinn kylfingur ágúst mánaðar á Evrópumótaröð karla. Olesen hafði betur í kosningu gegn Andrea Pavan, Paul Waring og Gaganjeet Bhullar.

Hinn 28 ára gamli Olesen hlaut alls 64% atkvæða í kosningu sem stóð yfir á heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. Pavan endaði annar í kosningunni með 22% atkvæða.

Olesen endaði í þriðja sæti á Bridgestone heimsmótinu og fjórða sæti á Nordea Masters í ágúst sem dugði til þess að tryggja sig inn í lið Evrópu sem leikur í Ryder bikarnum dagana 28.-30. september.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

We asked, you answered 🗣 Thorbjørn Olesen is your August @hiltonhonors Golfer of the Month.

A post shared by European Tour (@europeantour) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)