Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pavan efstur þegar leik var frestað
Andrea Pavan.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 20:08

Evrópumótaröð karla: Pavan efstur þegar leik var frestað

Evrópumótaröð karla snéri til baka í dag eftir nokkurt frí frá venjulegri dagskrá þegar BMW International mótið hófst í Þýskalandi. Vegna myrkurs náðu ekki allir kylfingar að ljúka leik í dag en það er Ítalinn Andrea Pavan sem er í forystu eftir daginn.

Pavan var einn af þeim kylfingum sem náði að ljúka leik. Hann kom í hús á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann fékk einn örn í dag, fimm fugla, einn skolla og restina pör. 

Jafnir í öðru sæti á fimm höggum undir pari eru þeir Oliver Wilson og heimamaðurinn Martin Kaymer. Þeir náðu einnig að ljúka leik í dag. 

Síðustu menn munu ljúka leik við fyrsta hringinn í fyrramálið áður en annar hringurinn hefst.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.