Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pavan fagnaði sigri eftir bráðabana
Andrea Pavan.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 23. júní 2019 kl. 21:46

Evrópumótaröð karla: Pavan fagnaði sigri eftir bráðabana

Lokadagur BMW International Open mótsins var leikinn í dag á Evrópumótaröð karla. Mikil spenna var undir lokin og þurfti að leika bráðabana til að fá sigurvegara. Það var að lokum Ítalinn, Andrea Pavan, sem fagnaði sigri.

Pavan var fjórum höggum á eftir fyrir daginn en hringur upp á 66 högg, eða sex högg undir pari, kom honum á toppinn á 15 höggum undir pari ásamt Matthew Fitzpatrick.

Þeir fóru því í bráðabana og var 18. holan leikin. Í fyrstu tilraun fengu þeir báðir par en í annarri tilraun sló Pavan frábært þriðja högg sem tryggði honum fugl og í leiðinni sigurinn.

Þetta var annar sigur Pavan á Evrópumótaröðinni en hann vann í fyrsta skiptið í fyrra þegar hann bar sigur úr býtum á D+D Real Czech Masters mótinu.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.