Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pavan og Bjerregaard efstir
Lucas Bjerregaard.
Föstudagur 5. október 2018 kl. 18:44

Evrópumótaröð karla: Pavan og Bjerregaard efstir

Ítalinn Andrea Pavan og Daninn Lucas Bjerregaard eru efstir eftir tvo hringi á Alfred Dunhill Links Championship mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð karla.

Pavan og Bjerregaard léku báðir á Kingsbarns vellinum í dag og átti Pavan einn besta hring dagsins þegar hann lék á 9 höggum undir pari. 

Höggi á eftir þeim tveimur eru þrír kylfingar á 8 höggum undir pari. Meðal þeirra er Tyrrell Hatton sem hefur titil að verja í mótinu og getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna mótið þrjú ár í röð. Hatton lék á Carnoustie vellinum í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

135 högg: A Pavan (Ita) 72 63, L Bjerregaard (Den) 70 65,
136 högg: T Hatton (Eng) 70 66, M Fraser (Aus) 68 68, M Schwab (Aut) 69 67,
137 högg: A Chesters (Eng) 73 64, M Ilonen (Fin) 74 63,
138 högg: T Fleetwood (Eng) 71 67, P Karmis (Gre) 71 67, R Fox (Nzl) 71 67, L Slattery (Eng) 71 67,
139 högg: S Gallacher (Sco) 71 68, A Levy (Fra) 71 68, M Wallace (Eng) 68 71, T Finau (USA) 73 66, O Bekker (RSA) 71 68, E Molinari (Ita) 73 66,

Ísak Jasonarson
[email protected]