Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pepperell enn í forystu í Englandi
Eddie Pepperell.
Laugardagur 13. október 2018 kl. 19:17

Evrópumótaröð karla: Pepperell enn í forystu í Englandi

Englendingurinn Eddie Pepperell er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á British Masters mótinu sem fer fram á Walton Heath vellinum í Englandi.

Pepperell er samtals á 9 höggum undir pari í mótinu til þessa, þremur höggum á undan þeim Jordan Smith, Julien Guerrier, Julian Suri og Alexander Björk.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið á tímabilinu sem Pepperell er í toppbaráttunni en hann er í 11. sæti stigalistans og sigraði til að mynda á Qatar Masters mótinu í febrúar.

Gestgjafinn Justin Rose kom sér upp um 22 sæti á þriðja hringnum þegar hann lék á þremur höggum undir pari. Hann er samtals á höggi undir pari í mótinu og jafn í 19. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)