Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pepperell með þriggja högga forystu eftir tvo hringi
Eddie Pepperell. Mynd: GettyImages.
Föstudagur 12. október 2018 kl. 17:58

Evrópumótaröð karla: Pepperell með þriggja högga forystu eftir tvo hringi

Englendingurinn Eddie Pepperell er með þriggja högga forystu eftir tvo hringi á British Masters mótinu sem fer fram á Evrópumótaröðinni. 

Pepperell, sem fór holu í höggi í gær, lék annan hringinn á 3 höggum undir pari og er samtals á 8 höggum undir pari í mótinu. 

Þremur höggum á eftir Pepperell er samlandi hans, Matt Wallace, og Frakkinn Julien Guerrier. Guerrier var einn þeirra sem náði ekki að klára annan hringinn vegna myrkurs en hann spilaði 15 holur á degi tvö.

Gestgjafinn Justin Rose lék annan hringinn á parinu og er jafn í 43. sæti. Hann þarf á góðum hring að halda á laugardaginn til þess að eiga möguleika á einu af efstu sætunum á sunnnudaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)