Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pieters efstur
Thomas Pieters.
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 14:47

Evrópumótaröð karla: Pieters efstur

Belginn Thomas Pieters var í miklu stuði á öðrum keppnisdegi ISPS Handa World Super 6 mótsins sem fram fer á Evrópumótaröð karla um þessar mundir.

Pieters lék annan hringinn á 66 höggum eða 6 höggum undir pari og er jafn í efsta sæti á 8 höggum undir pari. Fjórir kylfingar deila efsta sætinu en auk Pieters eru þeir Ryan Fox, Matt Griffin og Panuphol Pittayarat í efsta sætinu.

Norðmaðurinn ungi, Kristoffer Reitan, lék annan hringinn á 5 höggum yfir pari og datt niður í 37. sæti eftir að hafa verið í efsta sæti að fyrsta degi loknum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)