Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pieters náði í sinn fjórða sigur í Prag
Thomas Pieters. Mynd: Getty Images.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 18. ágúst 2019 kl. 20:53

Evrópumótaröð karla: Pieters náði í sinn fjórða sigur í Prag

D+D Real Czech Masters mótið kláraðist nú í dag en mótið var hluti af Evrópumótaröð karla. Það var Belginn Thomas Pieters sem stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi lokadag.

Fyrir lokadaginn var Pieters höggi á undan Spánverjanum Adri Arnaus. Eftir fyrri níu holurnar var sú forysta orðin að fjórum höggum. Á síðari níu holunum datt Arnaus í gírinn á meðan Pieters gaf aðeins eftir. Þrátt fyrir mikla baráttu undir lokin þá tókst Arnaus aðeins að minnka bilið í eitt högg en þeir léku báðir á 69 höggum í dag.

Pieters endaði mótið á samtals 19 höggum undir pari, höggi á undan Arnaus. Þetta er fjórða sigur Pieters á Evrópumótaröðinni en síðast fagnaði hann sigri fyrir um þremur árum síðan.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.