Fréttir

Evrópumótaröð karla: Rock á toppnum í Skotlandi
Robert Rock.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 3. október 2020 kl. 18:52

Evrópumótaröð karla: Rock á toppnum í Skotlandi

Erfiðar aðstæður voru á þriðja degi Scottish Open þar sem mikil rigning gerði leikmönnum erfitt fyrir. Aðeins 17 kylfingar af þeim 66 sem komust í gegnum niðurskurðinn léku undir pari í dag. Eftir daginn er það Robert Rock sem situr á toppnum, tveimur höggum á undan næstu mönnum.

Rock sýndi mikinn stöðugleika í leik sínum í dag. Hann tapaði aðeins tveimur höggum á hringnum í dag á meðan margir kylfingar töpuðu töluvert meira af höggum. Aftur á móti náði hann sér aðeins í einn fugl og kom hann því í hús á 72 höggum, eða á höggi yfir pari. Rock er samtals á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari eru þeir Ian Poulter, Marcus Kinhult, Wade Ormsby og Tommy Fleetwood. Sá síðastnefndi átti einn af betri hringjum dagsins er hann kom í hús á 69 höggum, eða tveimur höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.