Fréttir

Evrópumótaröð karla: Rooyen efstur í Svíþjóð
Erik Van Rooyen.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 25. ágúst 2019 kl. 09:11

Evrópumótaröð karla: Rooyen efstur í Svíþjóð

Mikil spenna er fyrir lokdag Scandinavian Invitation sem klárast í dag á Evrópumótaröð karla. Suður-Afríkubúinn Erik Van Rooyen er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari, höggi á undan þremur öðrum kylfingum.

Rooyen lék á 64 höggum í gær, eða sex höggum undir pari. Eftir 12 holur var hann á einu höggi undir pari en datt þá heldur betur í mikið stuð og fékk fimm fugla á síðustu sex holunum og kom sér þannig á 13 högg undir pari og í forystuna.

Matthew Fitzpatrick var í forystu fyrir daginn í gær lék á höggi undir pari og er jafn í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Jafnir honum eru þeir Ashun Wu og Wade Ormsby en Ormsby var í forystunni eftir fyrsta hringinn.

Rooyen hefur oft verið í baráttunni um sigur á Evrópumótaröðinni en á enn eftir að vinna sitt fyrsta mót. Hérna má sjá stöðuna í mótinu.