Fréttir

Evrópumótaröð karla: Skollalaus Molinari í forystu í hálfleik
Edoardo Molinari.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 16. ágúst 2019 kl. 19:20

Evrópumótaröð karla: Skollalaus Molinari í forystu í hálfleik

Það er Ítalinn Edoardo Molinari sem er í forystu eftir tvo hringi á D+D Real Czech Masters mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Molinari er samtals á 12 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Thomas Pieters.

Fyrstu tveir hringirnir hafa einkennst af miklum stöðugleika en á hringjunum tveimur hefur Molinari ekki tapað neinu höggi. Hann hefur fengið sex fugla á hvorum hring og því leikið báða hringina á 66 höggum, eða sex höggum undir pari.

Pieters hefur leikið svipað golf fyrir utan að hann er búinn að leika báða hringi mótsins á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hann hefur aðeins tapað einu höggi á fyrstu tveimur hringjunum.

Fjórir kylfingar eru svo jafnir í þriðja sæti á níu höggum undir pari en stöðuna í heild sinni má nálgast hérna.